Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

„Fragilité“

02.03.2016 - 16:09
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Blanda af heslihnetum, núggati og espresso gefur þessari mokka-fragilité mikið bragð. Ristaðar, hakkaðar heslihnetur búa til stökka áferð sem mótspil við mjúkt núggat- og smjörkrem.

Innihald:

 

Heslihnetubotn:
240 g sykur
260 g heslihnetukjarnar
300 g gerilsneyddar eggjahvítur
1 msk kartöflumjöl

 

Smjörkrem:
75 g núggat
375 g smjör við stofuhita
180 g flórsykur
1/2 dl kalt espresso-kaffi

 

Skraut:
Um það bil 300 g heslihnetukjarnar
Svolítill flórsykur

 

Þar fyrir utan:
Einn kökuhringur, 24 sm í þvermál

 

Aðferð:
Heslihnetubotnar:
Búið til heslihnetugraut með því að blanda helmingnum af sykrinum saman við allar heslihneturnar eins fínt og hægt er í matvinnsluvélinni. Bætið einum þriðja af eggjahvítunum saman við og látið grautinn hrærast í nokkrar mínútur. Setjið hann í stóra skál. Blandið saman kartöflumjöli og 4 msk af því sem eftir er af sykrinum í mjög stórri skál (skálin þarf að vera nógu stór fyrir allan marensinn þegar hann er þeyttur).

 

Bætið afganginum af eggjahvítunum við og stífþeytið þær í seigan marens meðan þið bætið því sem eftir er af sykrinum smám saman út í. Hrærið hnetugrautinn saman við einn þriðja af marensinum, hrærið vel. Setjið þetta í skálina með marens og blandið nú öllu varlega saman. Hættið þegar blandan er jöfn.

 

Undirbúið bökunarplötur með smjörpappír. Það fara þrír botnar í kökuna. Notið kökuhringinn sem nokkurs konar skapalón til að fá rétta stærð á botnana með því að setja hringinn á smjörpappírinn.

 

Setjið deigið í einnota sprautupoka án sprautu. Klippið lítið gat, einn sm. Sprautið deiginu út í þremur hringjum í alveg jafnt, um það bil 1/2 sm þykkt lag. Stoppið hringinn um það bil 1/2 sm frá hlið kökuhringsins. Flytjið „skapalónið“ og endurtakið.

 

Bakið botnana við 170 gráðu heitum ofni í 18–22 mínútur þar til þeir eru gullnir og gefa eftir við léttan þrýsting. Kælið botnana alveg og losið þá varlega úr smjörpappírnum.

 

Smjörkrem:
Bræðið núggatið í lítilli skál yfir vatnsbaði. Setjið mjúkt smjör og flórsykur í skál og hrærið það létt, að minsta kosti í 10 mínútur. Ef þið notið hrærivél notið þá hrærarann, ef þið notið handþeytara, notið þá þeytarana. Bætið bráðnu núggati við smjörblönduna um leið og þið hrærið. Bætið að lokum köldu espresso smám saman við.

 

Geymið 2–3 msk smjörkrem til að smyrja á kökuna þegar hún er köld og tilbúin til skreytingar. Setjið afganginn af smjörkreminu í einnota sprautupoka án sprautu.

Leggið fyrsta heslihnetubotninn í hreinan kökuhringinn. Klippið 2 sm gat á sprautupokann og sprautið smjörkremi jafnt á hann um það bil 1 sm þykkt lag.

 

Leggið annan botn ofan á og endurtakið með smjörkremi. Endið á einum botni. Setjið kökuna í ísskápinn í að minnsta kosti þrjá klukkutíma eða til næsta dags.

Ristið heslihnetukjarna í ofninum við 180 gráður í um það bil 8 mínútur. Kælið hneturnar og rúllið hýðinu af með því að nudda þær milli handanna. Kælið þær og blandið fínt í matvinnsluvél. Losið kalda kökuna úr forminu með litlum hníf eða gasbrennara.

 

Smyrjið afganginum af smjörkreminu (sem hefur verið við stofuhita um stund) þunnt bæði ofan á og á hliðar. „Límið“ fínt muldar hnetur ofan á. Sáldrið flórsykri ofan á. 

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir