Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Frægð, uppvakningur og óeiginlegt mannshvarf

Mynd með færslu
 Mynd: johannjohannson.com

Frægð, uppvakningur og óeiginlegt mannshvarf

28.07.2016 - 09:44

Höfundar

Allt þetta… og meira til í Skuggsjá í dag, kl. 17:03:

Jóhann Jóhannsson tónskáld sendi nýlega frá sér smáskífu sem undanfara nýrrar hljómplötu sem Deutsche Grammaphone útgáfan mun gefa út í haust. Dagur Gunnarsson ræðir við Jóhann í Skuggsjá í dag um tilurð plötunnar, frægðina og fleira.

Í pistli dagsins týnist Atli Bollason inni á Facebook og kemur sér ekki að verki.

Halldór Guðmundsson ræðir um útgáfu íslensku þýðingarinnar á skáldsögunni Söngvum Satans eftir Salman Rusdie en það er Bók vikunnar á Rás 1.

Á göngu um Höggmyndagarð kvenna í Hljómskálagarðinum í Skuggsjá,  lifnar eitt verkanna til lífsins, í bókstaflegri merkingu.

Tónverk dagsins verður kynnt af Guðna Tómassyni og Arndísi Björk Ásgeirsdóttur og síðan flutt í lok þáttarins.