Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Foureira á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar

Mynd með færslu
 Mynd:

Foureira á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar

29.01.2019 - 15:05

Höfundar

Söngkonan Eleni Foureira sem lenti í öðru sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra fyrir hönd Kýpur kemur fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar á Íslandi 2. mars í Laugardalshöll.

Lagið Fuego í flutningi Eleni Foureira hreppti 2. sætið í keppninni í Lissabon í fyrra en það hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og var mest spilaða Eurovision-lagið á Íslandi í fyrra. Eleni Forueira fæddist í Albaníu árið 1987 og starfar nú sem söng- og leikkona. Hún hóf sóló-ferilinn með fyrstu plötu sinni árið 2010 og hefur átt góðu gengi að fagna í Grikklandi og Kýpur. 

Undanúrslitin í söngvakeppninni verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar en úrslitakvöldið þar sem Eleni Foureira kemur fram verður í Laugardalshöll 2. mars. Sýnt verður beint frá öllum keppnunum á RÚV. Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Robin Bengtsson og Emelie de Forrest fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar en árið 2017 voru það þeir Måns Zelmerlöv og Alexander Rybak.

Tengdar fréttir

Tónlist

Ísland á fyrra undankvöldi Eurovision

Popptónlist

Lögin í Söngvakeppninni 2019

Tónlist

Þessi keppa í Söngvakeppninni 2019

Tónlist

„Við verðum mjög kúl á sviðinu“