Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Fóru prjónandi um götur - myndband

19.06.2015 - 15:04
Mynd: Prjónaganga á Egilsstöðum / RÚV - Rúnar Snær Reynisson
Soroptimistaklúbbur Austurlands fagnaði því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt með því að fara í prjónagöngu á Egilsstöðum. Konurnar lögðu af stað prjónandi úr fjórum áttum inn í Egilsstaðaþorp og sameinuðust við Egilsstaðakirkju.

Bára Mjöll Jónsdóttir, formaður Sorpotimistaklúbbs Austurlands, segir að með uppátækinu hafi þær viljað minnast formæðra sinna. „Við vildum heiðra formæður okkar sem gengu prjónandi milli bæja til að nýta hverja vökustund.“

Hér að ofan má sjá myndband af göngunni. 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV