Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fóru of geyst í grillið

23.07.2013 - 19:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Tvö útköll bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu með skömmu millibili í kvöld vegna elds sem kviknaði út frá grilli. Að sögn vakthafandi slökkviliðsmanns var um minniháttar bruna að ræða í báðum tilfellum, og gerðist ekki þörf fyrir aðstoð slökkviliðs þegar það bar að garði.

Slökkviliðið vill engu að síður brýna fyrir grillglöðum Íslendingum að fara gætilega með gaskúta og grill, og þá sérstaklega verja leiðslur úr gaskútum fyrir hnjaski.