Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Fortitude-stjörnur lenda á Íslandi 1. febrúar

21.12.2015 - 16:50
Mynd með færslu
 Mynd: Landinn - RÚV
„Ég ætla ekki að segja að það komi alveg nýtt leikararlið en það dóu ansi margir síðast. Það koma nýir inn í staðinn fyrir þá sem dóu,“ segir Pétur Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá Pegasus, sem undirbýr nú tökur á næstu þáttaröð af Fortitude á Reyðarfirði og víðar á Austurlandi.

Reyðarfjörður er aftur farinn að taka á sig mynd ímyndaða heimskautabæjarins Fortitude, unnið er öðrum höndum í sviðsmyndinni og hefur merkingum á Tærgesen og N1 verið breytt líkt og síðast.

Pétur segir að þann 1. febrúar lendi leiguþota á Egilsstaðflugvelli með fjölmennt lið kvikmyndagerðarfólks og leikara en Sky hefur en ekki tilkynnt hverjir muni leika í næstu þáttaröð. Hann gerir ráð fyrir því að 120 manns muni vinna við tökur á tveimur tímabilum; 1. til 28. febrúar og svo aftur frá 28. mars til 25. apríl. „Við þekkjum orðið allt betur þannig að það er margt auðveldara núna og við göngum beint að þessu.“

Á heimsíðu Sky er sagt að næsta þáttaröð verði ný saga í 10 hlutum og ekki má skilja annað en ætlunin sé að sýna fyrstu þættina áður en næsta ár er á enda. 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV