Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Forstjóri Oxfam segir af sér

16.05.2018 - 17:03
epa06742206 (FILE) - The Oxfam Charity's CEO Mark Goldring leaves the Department of International Trade and Development in London, Britain, 12 February 2018. Oxfam is engulfed in a scandal in which workers are alleged to have paid prostitutes for sex
 Mynd: EPA
Mark Goldring, forstjóri bresku hjálparsamtakanna Oxfam, tilkynnti um afsögn sína síðdegis í dag. Hann segir að réttara væri að einhver annar taki að sér að byggja aftur upp orðspor hjálparsamtakanna eftir hneykslið á Haítí.

Fram hefur komið að sjö hjálparstarfsmenn voru reknir fyrir að kaupa vændi og brjóta kynferðislega gegn ungum stúlkum þegar þeir áttu að vera við hjálparstörf á Haítí árið 2011. Roland van Hauwermeiren, yfirmaður Oxfam á Haítí, var látinn taka pokann sinn og var knúinn til að segja af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa keypt ungar stúlkur til kynlífsathafna í íbúð sem hjálparsamtökin kostuðu.