Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Forsetinn verji hagsmuni almennings

Mynd: Rebekka Blöndal / Morgunvaktin
„Ég vona það, kjósendur góðir, að þið ætlið ekki að fara að kjósa mann á Bessastaði sem verður múlbundinn. Ég vona að þið ætlið að kjósið mann sem ætlar að tjá sig um það sem að varðar ykkur og afkomu ykkar í landinu. Það er það sem að forsetinn á að gera.“ Þetta sagði Sturla Jónsson, forsetaframbjóðandi, á Morgunvaktinni á Rás 1.

Sturla Jónsson vill aðskilja betur löggjafar- og framkvæmdavaldið. „Af hverju förum við ekki alla leið? Eins og segir í stjórnaskránni, þá setur löggjafarvaldið framkvæmdavaldinu reglur, setur lögin sem það á að fara eftir. En í dag þá er þetta í rauninni öfugt.“ Sturla segir þetta gerast þegar þingmenn fái ráðherrastöðurnar.

Sturla segir að traust, staðfesta og heiðarleiki sé mikilvægt í baráttunni um forsetaembættið. „Ég hef staðið hreinn og beinn í því sem ég hef verið að gera og það vita allir allt um mín mál. Nauðungasölurnar á mínu heimili hafa verið uppi á yfirborðinu þannig það er bara ekkert sem fólk veit ekki. Ég held bara að flestir viti skóstærðina mína.“

Föstudaginn 3. júní, kemur Davíð Oddson á Morgunvaktina.