Forsetinn nokkuð frá sínu besta

Mynd með færslu
 Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Forsetinn nokkuð frá sínu besta

18.08.2018 - 11:11
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í mark í hálfmaraþoni í morgun á tímanum 1:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálfmaraþon og hann hefur oft verið fljótari. Ekki er nema vika síðan Guðni hljóp 21 kílómetra í Jökulsárhlaupinu.

Tími Guðna í ár er sá fjórði lakasti síðan hann hljóp fyrst í Reykjavíkurmaraþoninu árið 1998, samkvæmt upplýsingum úr afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Í fyrra hljóp hann á einni klukkustund, 46 mínútum og 23 sekúndum. Besta tímanum náði hann fyrir fjórum árum þegar hann hljóp á 1:39:58. Hér að neðan má sjá alla tíma Guðna í hálfmaraþoni:

Tími Ár
1:39:58 2014
1:40:30 2015
1:41:18 2007
1:41:41 2012
1:42:28 2003
1:42:43 2016
1:42:48 2011
1:43:47 2010
1:44:07 2009
1:45:40 2006
1:46:23 2017
1:47:54 1998
1:48:40 2018
1:49:25 2005
1:51:06 2013
1:56:19 2008

 

Uppfært kl. 12.01:
Fyrir mistök voru byssutímar Guðna skráðir í töfluna í fyrri útgáfu fréttarinnar, í stað nákvæmari – og yfirleitt betri – flögutíma. Flögutímar frá 1998 og 2018 liggja þó ekki fyrir.

Tengdar fréttir

Íþróttir

McCormack og Petersson fyrst í hálfmaraþoni