Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Forsetinn lagði fram bókun um stjórnarskrá

04.01.2013 - 18:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók upp mál að eigin frumkvæði á ríkisráðsfundi. Hann lagði fram bókun um stjórnarskrármálið, mál sem verið er að fjalla um á Alþingi. Slík umfjöllun er einsdæmi.

Í kjölfar bókunarinnar á gamlársdag, kom til orðaskipta á ríkisráðsfundi. Engar heimildir eru um að áður hafi komið til orðaskipta í ríkisráði. Í tillögum um breytingu á stjórnarskrá Íslands, er lagt til að ríkisráð verði lagt niður. Í nýársávarpi sínu sagði forseti að þá hyrfi vettvangur fyrir samráð þjóðhöfðingja og ríkisstjórnar.

„Það var aldrei neinn samráðsvettvangur eins og Ólafur Ragnar vill lýsa ríkisráði núna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur um orð Ólafs Ragnars í áramótaávarpi sínu, í umfjöllun í Speglinum. „En hver veit nema hann ákveði að kalla það saman oftar núna en áður hefur verið gert.“