Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Forsetinn boðar forystumenn á sinn fund

29.10.2017 - 15:32
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað forystumenn stjórnmálaflokkanna á sinn fund á morgun. Fundirnir verða á Bessastöðum og er fundartímum raðað eftir þingstyrk þeirra flokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur á fund forseta klukkan 10. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar–græns framboðs, kemur til fundar klukkan 11. 

Sigurðar Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kemur á fund forseta á Bessastöðum klukkan 12 og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kemur klukkan 13. 

Fundur forseta og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns
Miðflokksins, verður klukkan 14. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fulltrúi Pírata, kemur svo til Bessastaða á fund forseta klukkan 15. 

Þá kemur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, klukkan 16 og að lokum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, klukkan 17.
 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV