Í viðtali við Andra Snæ á Morgunvaktinni á Rás 1 kom fram að hann leggur mikla áherslu á mál sem varða íslenska náttúru, ekki síst hafið. „Ísland er raunverulega fyrst og fremst haf. Landhelgi Íslands er sjö sinnum stærri en landið Ísland. Börnin okkar munu erfa haf, fyrst og fremst.“ Andri Snær segist telja að forsetinn geti stuðlað að aukinni umræðu um náttúruvernd og stór hagsmunamál sem varða umhverfið - ekki síst málefni hafsins.
Á morgun, þriðjudaginn 24. maí, kemur Guðni Th. Jóhannesson á Morgunvaktina.