Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Forsetakjör í FIFA líklega í desember

10.06.2015 - 08:02
Erlent · fifa · Evrópa
FILE - In this Sunday June 6, 2010 file photo FIFA President Joseph Blatter holds the trophy after receiving it back from South African President Jacob Zuma during a media briefing on the 2010 Soccer World Cup in Pretoria, South Africa.  FIFA President
Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA. Mynd: AP
Sepp Blatter, fráfarandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, kann að sitja í embætti fram í desember.

Breska útvarpið BBC greinir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir því að líklegasta dagsetning nýs forsetakjörs í FIFA sé 16. desember, en það verði þó ekki ákveðið fyrr en á fundi framkvæmdastjórnar sambandsins í næsta mánuði.

Blatter baðst lausnar frá embætti á dögunum, einungis fjórum sólarhringum eftir að hann var endurkjörinn sem forseti FIFA. Sjö embættismenn FIFA voru handteknir í Sviss 27. maí vegna rannsóknar um spillingu inna FIFA sem ekki sér fyrir endann á.

Menn eru þegar farnir að velta vöngum yfir hver verði arftaki Blatters og hafa nokkrir verið nefndir þeirra á meðal jórdanski prinsinn Ali bin al-Hussein, sem beið lægri hlut í forsetakjörinu.