
Forsetakappræður: Trump féll á prófinu
Silja sagði að fljótlega hefði Trump byrjað að ræða um óvininn og óttann, Mexíkó og Kína og störfin sem eru að hverfa frá Bandaríkjunum. Trump hafi því fljótlega farið að sýna sitt rétta andlit, sundurlausar hugmyndir og að hann hafi ekki náð að útfæra nein af stefnumál. Þá fannst Silju spyril kappræðanna hafa staðið sig ágætlega. Hann hefði gengið hart að Trump að svara spurningum í stað þess að afvegaleiða umræðuna.
Donald féll í gildru Clinton
Silja benti á að Clinton hafi ávarpað andstæðing sinn Donald en ekki herra Trump. Við það hafi hafi honum orðið á og byrjað að ávarpa einnig með fornafni og þar með ekki sýnt henni virðingu. Við það hafi Hillary Clinton náð yfirhöndinni í kappræðunum. Stjórnmálaþátttaka hennar hafi kennt henni að egna andstæðingum sínum í gildru í stað þess að fella þá sjálf.
Kann að glíma við „freka kallinn“
Þá benti Silja Bárá að að Donald Trump eigi sér langa sögu fordóma í garð kvenna og jafnvel kvenhatri. Reynsla Clinton úr stjórnmálum hafi kennt henni að fást við slíka menn.
Trump féll á prófinu
Silja Bára segir að markið kappræðanna er að sjá hvernig frambjóðendur standa sig undir þrýstingi og hvernig þeir bregðast við undir álagi. Fyrstu forsetakappræðurnar hafi leitt í ljós að Donald Trump sé er ekki fær um yfirvegaðan hugsunarhátt.
Hægt er að horfa á allar kappræðurnar hér.
Donald Trump og Hillary Clinton munu takast á í annað sinn 10. október og verða kappræðurnar sýndar í beinni útsendingu á Rúv.