Öldungadeild þingsins í Brazilíu hefur vikið Dilmu Rousseff forseta úr embætti og samþykkt að hún sæti ákæru til embættismissis fyrir spillingu. Maraþonumræður hafa verið um tillöguna í öldungadeild brasilíska þingsins í alla nótt. 55 fulltrúar gegn 22 í deildinni studdu tillögu um að víkja forsetanum úr embætti og að ákæra til embættismissis.