Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Forseta Brasilíu vikið úr embætti

epa05292455 Brazilian President Dilma Rousseff attends a ceremony to launch a new phase of the state-funded housing program, at the Planalto Presidential Palace in Brasilia, Brazil, 06 May 2016. Brazil's lower house of Congress voted on 17 April in
 Mynd: EPA - EFE
Öldungadeild þingsins í Brazilíu hefur vikið Dilmu Rousseff forseta úr embætti og samþykkt að hún sæti ákæru til embættismissis fyrir spillingu. Maraþonumræður hafa verið um tillöguna í öldungadeild brasilíska þingsins í alla nótt. 55 fulltrúar gegn 22 í deildinni studdu tillögu um að víkja forsetanum úr embætti og að ákæra til embættismissis.

Michel Temer varaforseti hefur tekið við embætti forseta Brazilíu. Dilmu Rousseff  er gefið að sök að hafa fegrað tölur um efnahag Brazilíu fyrir síðustu kosningar.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV