Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Formenn funda um stöðuna

13.03.2015 - 10:06
Mynd með færslu
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks var rétt ókomin þegar myndin var tekin.  Mynd: Rúv
Fundur formanna þingflokkanna með forseta Alþingis hófst fyrir hálftíma. Fundurinn er haldinn að beiðni þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar sem hafa líka óskað þingfundar síðdegis en ólíklegt er að orðið verði við þvi. Nú er nefndavika og næsti þingfundur er á mánudag.

Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa furðað sig á ákvörðun ríkisstjórnarinnar að tilkynna það að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja sambandsins. Þeir segja hana sýna ótta hennar við þjóðina og þingið. Ríkisstjórnin hafi brotið stjórnskipunarhefðir.

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið borin undir nefndina. Samkvæmt lögum um þingsköp skal ríkisstjórnin ávallt bera meiri háttar utanríkismál undir utanríkismálanefnd. Í samtali við Morgunútgáfuna sagði Birgir að hann teldi ríkisstjórnina ekki hafa farið á svig við þetta, þar sem ekki hefði verið um stefnubreytingu að ræða.

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV