Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Formenn flokkanna hittast síðdegis

05.11.2017 - 15:53
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm - RÚV
Formenn Vinstri-grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata ætla að hittast á fundi síðar í dag. Það verður fyrsti fundur þeirra eftir að þingflokkar þeirra réðu ráðum sínum fyrr í dag. Þá fóru þingflokkarnir, hver fyrir sig, yfir það sem fram hefur komið í viðræðum síðustu tveggja daga um mögulega stjórnarmyndun flokkanna fjögurra.

Þeir sem fréttastofa hefur náð að ræða við í dag lýsa jákvæðum tón í viðræðunum eftir fundi þingflokkanna sem haldnir voru í dag og er öllum lokið. Tólf fulltrúar flokkanna fjögurra hittust í gær og fyrradag eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, fékk umboð til stjórnarmyndunar hjá Guðna Th. Jóhannessyni forseta.

Katrín hefur sagt að það ætti að skýrast ekki síðar en á morgun hvort flokkarnir haldi áfram viðræðum sínum um stjórnarmyndun.