Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Formaður KSÍ í aganefnd FIFA

Mynd með færslu
 Mynd: Sighvatur Jónsson - RÚV

Formaður KSÍ í aganefnd FIFA

12.05.2017 - 15:05
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið valinn í aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þetta var staðfest á ráðstefnu sambandsins í Bahrein en henni lauk í gær.

Mbl.is greinir frá þessu í dag en Guðni segir að Knattspyrnusamband Evrópu hafi tilnefnt hann í aganefnd ásamt Austurríkismanninum Thomas Hollerer og Úkraínumanninum Andriy Pavelko.

Tilnefndir eru tveir til þrír aðilar úr öllum heimsálfum.

Hlutverk aganefndarinnar er að athuga hvort leikmenn, þjálfarar, stjórnendur eða umboðsmenn séu að brjóta agareglur sambandsins. Guðni segir í viðtali við fréttamann mbl.is að KSÍ verði að sinna störfum sem þessum, sambandið geti ekki tekið við styrkjum og peningum frá FIFA án þess að taka þátt í starfinu. 

Auk Guðna sátu þau Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og Magnús Gylfason, stjórnarformaður hjá KSÍ.