
Forða Notre Dame frá frekari vatnsskemmdum
Endurbætur kirkjunnar nafntoguðu eru þegar hafnar. Í kvöld var útlit fyrir bæði rigningu og rok auk þrumuveðurs í París og því þurftu verktakar að bregðast við. Þar sem þak kirkjunnar er enn galopið var ráðist í það verkefni í dag að reyna að koma hlerum fyrir gatið. Vatnsskemmdir eru þegar þónokkrar eftir slökkvistarfið og allt er nú gert til að forða innbúi kirkjunnar frá frekari vatnsskemmtum.
Ekki eru hinsvegar allir jafn ánægðir með metnaðinn í endurbyggingu kirkjunnar. Heimilislausir og aðstandendur þeirra komu saman til mótmæla við kirkjuna í dag.
Þeirra skilaboð voru einföld, Notre Dame þarf nýtt þak, við þurfum líka þak yfir höfuðið.
Þeir eru hinsvegar þegar komnar með nýtt þak yfir höfuðið, minnstu, og jafnvel óvæntustu, íbúar kirkjunnar, hátt í 200 þúsund býflugur sem sluppu lifandi úr brunanum.
Myndarlegum býflugnabúum var komið fyrir í þaki kirkjunnar árið 2013 í viðleitni til að sporna við fækkun í búyflugnastofni borgarinnar. Þar hafa þær dafnað vel en umsjónarmaður býflugnabúanna var að vonum áhyggjufullur þegar eldurinn braust út. Þær áhyggjur reyndust óþarfar því þó að flugurnar hafi verið smá stund að jafna sig á reyknum eru þær í góðu standi og bíða eins og aðrir eftir uppbyggingu kirkjunnar.