Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Forboðið rokk og furðuleg framúrstefna

Mynd: RUV - samsett mynd / RUV - samsett mynd

Forboðið rokk og furðuleg framúrstefna

02.02.2018 - 16:43

Höfundar

Í útvarpsþáttunum Ágætis byrjun á Rás 1 er glefsað í menningarsögu fullveldisins Íslands. Nú er komið að 5. þætti sem fjallar um árin 1958-1967. Þetta er tími rokksins, bítlaæðisins, Musica Nova og Súm-hópsins svo eitthvað sé nefnt.

Rokkið kemur

Árið 1957 nemur rokktónlistin land í Reykjavík. Þar eiga við lögmál framboðs og eftirspurnar. Erla Þorsteins syngur lagið Vagg og velta og Skapti Ólafsson lagið Syngjum hátt og dönsum. Mótstöðuaflið er þó nokkuð og Ríkisútvarpinu dettur ekki í hug, í fyrstu a.m.k., að leika þessa „graðhestatónlist“ eins og sumir vildu kalla hana.

Tilraunagleði í annars konar tónlist fær útrás á vettvangi félagsskaparins Musica Nova sem tónskáld og tónlistarflytjendur sameinuðust um.  Margar samkomur hópsins voru umtalaðar.

Í bókmenntum þykir Tómas Jónsson - metsölubók eftir Guðberg Bergsson markatímamót og straumar heimsmyndlistarinnar berast hingað til lands bæði með innlendum listamönnum, á borð við Erró, og nýjum „tengdasonum landsins“ á borð við Dieter Roth. Í leikhúsinu styrkist Leikfélag Reykjavíkur þegar 

Þetta er meðal þess sem fjallað verður um í fimmta þætti af Ágætis byrjun. Hann er á dagskrá á laugardag kl. 17. Umsjón hefur Guðni Tómasson, lesari er Sigríður Halldórsdóttir og viðmælendur í þessum þætti eru Æsa Sigurjónsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Magnús Þór Þorbergsson og Dagný Kristjánsdóttir.