Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Fólk vilji breytta stjórnarskrá

21.10.2012 - 01:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðsluna skýra. Fólk vilji breytingar á stjórnarskrá landsins.

Þó þurfi að taka í reikninginn að kosningaþátttaka hafi ekki verið mjög mikil, miðað við almennar kosningar í landinu. Og þá lýsi 1/3 kosningabærra manna því yfir að hann sé ósáttur við að tillögurnar verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Sérstaklega skipti þetta miklu þegar um sé að ræða grundvallarlög í samfélaginu.