Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Folk og blús í Reykjavík

Mynd með færslu
 Mynd: Debbie Davis

Folk og blús í Reykjavík

10.03.2016 - 13:59

Höfundar

Í Konsert kvöldsins verður boðið upp á folk og blús frá Reykjavík Folk Festival 2015 og Blúshátíð í Reykjavík 2015.

Blúshátíð í Reykjavík hefru veirið haldin árlega síðan 2004 og Rás 2 á orðið mikið safn af upptökum þaðan. Í Konsert að þessu sinni heyrum við upptöku frá blúshátíðinni í fyrra með bandarísku blúskonunni Debbie Davis og Blue Ice bandinu hans Dóra Braga.

Blúshátíð í Reykjavík 2016 er í dymbilviku eins og undanfarin ár og hápunkturinn er á Hótel Nordica miðvikudag, fimmtudag (skírdag) og föstidaginn langa.

Debbie þessi var lengi gítarleikari í Icebreakers - hljómsveit Albert Collins og spilaði líka mikið með Magie Mayall eiginkonu John Mayall. Með Debbie á blúshátíðinni spilaði Blue Ice bandið:
Guðmundur Pétursson – Gítar
Halldór Bragason – Gítar
Róbert Þórhallson – Bassi
Birgir Baldursson – Trommur
Þorleifur Gaukur Davíðsson – Munnharpa
Davíð Þór Jónasson – Píanó & Hammond

Við heyrum líka upptöku frá KEX-hostel frá Reykjavík Folk Festival í fyrra með Teiti Magnússyni og hljómsveit. Reykjavík Folk Festival 2016 hefst í kvöld á KEX-hostel.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

Sinfó og Lifun og KK

Popptónlist

Tekið ofan fyrir Bergþóru

Popptónlist

Íslenskt rokk og Eurovision á Eurosonic

Popptónlist

Bubbi 23 og 32 ára í útvarpinu