Fólk haldi sig innandyra vegna gosmengunar

12.09.2014 - 22:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aukist á Reyðarfirði og nágrenni og er kominn yfir þrjú þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Þetta eru hæstu gildi sem mælst hafa síðan byrjað var að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs á Reyðarfirði frá eldstöðinni í Holuhrauni.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að gert sé ráð fyrir svipaðri mengun á fleiri stöðum á Austurlandi. Fólk sem er viðkvæmt fyrir ætti ekki að vera utandyra að óþörfu. Íbúar eru beðnir að fylgjast vel með mælingum. 

Mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei áður mælst svo mikil í byggð hér á landi.

Í leiðbeiningum Umhverfisstofnunar segir eftirfarandi um brennisteinsdíoxíðmengun sem mælist á bilinu þrjú þúsund til níu þúsund míkrógrömm á rúmmetra: Einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá öllum einstaklingum, einkum einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræsingu.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Umhverfisstofnunar og fésbókarsíðu stofnunarinnar