„Þetta er saga sem ég heyrði 2005 og var sjálfur að spila tölvuleiki mikið þá,“ segi Hilmir Jensson, sem semur verkið ásamt Tryggva Gunnarssyni leikstjóra, auk þess að leika aðalhlutverkið.
„Þetta er saga sem ég heyrði 2005 og var sjálfur að spila tölvuleiki mikið þá,“ segi Hilmir Jensson, sem semur verkið ásamt Tryggva Gunnarssyni leikstjóra, auk þess að leika aðalhlutverkið.
„Ég heyri af strák sem er að spila meira og meira og er að einangrast og kynnist karakter inni í leik sem heitir SOL. Karakterinn er kvenkyns en hann veit lítið um hana. Svo þróast þetta samband og verður eins konar ástarsamband með alls konar fléttum og ófyrirséðum flækjum.“
„Við erum að leika okkur að þessum mörkum, hvar fíknin byrjar og gleðin endar,“ bætir Tryggvi við. „Svo í kjarnanum á þessu öllu er spurningin um ást, hvenær hún er raunveruleg og hver við sem stöndum fyrir utan þetta erum til að dæma.“
Hilmir segir auðvelt að dæma þá sem spila tölvuleiki og segja að þeir eigi ekkert líf.
„En um leið og maður fer að kafa ofan í þetta kemur í ljós að þetta eru heilir heimar og fólk á sér mjög rík líf inni í þessum tölvuleikjum. Það er það sem við erum að nota og spegla við samtímann, þar sem við erum öll með annað sjálf – á Facebook, Twitter, Tinder. Það eru allir með annan „front“.“
Fjallað var um verkið í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.