Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Fögnuðu fullveldi með þjóðfundi

02.12.2016 - 10:47
Fullveldisdeginum var fagnað í Háskólanum á Akureyri í dag. Efnt var til þjóðfundar framhaldsskólanema á Norðurlandi, sem skiptu sér upp í hópa og ræddu stjórnskipun landsins og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum.

Hátíðarsalur HA var líflegur í dag þegar nemar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga, Verkmenntaskólanum og Menntaskólanum á Akureyri og Framhaldsskólanum á Laugum komu saman. Tilgangurinn var að veita gefa nemendum tækifæri til að fá innsýn í þá vinnu sem felst í stofnun stjórnmálaflokks, velta fyrir sér stjórnskipun landsins og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum.

Eftir hádegi kynntu allir hóparnir sína niðurstöðu á opnum fundi í hátíðarsalnum og að honum loknum var komið að árlegum viðburði í HA á þessum degi, þegar Íslandsklukkunni var hringt, eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.

 

Rögnvaldur Már Helgason
Fréttastofa RÚV