Fögnuðu afmæli krónprins á kosninganótt

27.05.2018 - 09:02
Freyr Nielsen Snorrason og Kolbeinn Arnarson. - Mynd: RÚV / RÚV
Ungir karlmenn í Kópavogi héldu partý í nótt af þríþættu tilefni; sveitarstjórnarkosningum, fimmtugs afmæli Friðriks krónsprins í Danmörku og úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í meistaradeild Evrópu.

„Aðal partýið er í kringum hann Friðrik krónprins Danmerkur. Þetta er næsti kóngur Danmerkur og hann er að verða fimmtugur sem er stór áfengi og því ber að fagna,“ sagði Freyr Nielsen Snorrason í samtali við Jóhann Bjarna Kolbeinsson, fréttamann, í nótt.

Freyr segir að flokkarnir sem þeir styðji hafi ekki fengið það fylgi sem þeir vonuðust til. „Þá er gott að leita í móðurlandið og finna fylgið sem er þar. Frjálslynda, góða fylgið er þar.“

Vinirnir eru allir miklir aðdáendur Danmerkur, að sögn Kolbeins Arnarsonar. Þeir eiga marga vini sem búa í Danmörku við nám og störf, halda mikið upp á fótboltaliðið Bröndby, hittast reglulega á Ölver auk þess að halda mikið upp á Gammel Dansk.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi