Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Flytja þarf búfénað

21.04.2010 - 19:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Meira en 9000 skepnur eru á mesta öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum. Aðgerðahópur metur hvort flytja eigi sauðfé yfir varnarlínur.

Ljóst er að flytja þurfi búfénað frá Eyjafjallasvæðinu. Vegna sauðburðar er plássleysi yfirvofandi í fjárhúsum og vegna flúormengunar verður ekki hægt að hafa kindur úti við. Við rannsókn kom fram að mesta gosaskan hefur fallið á fjögurra kilómetra breiðu belti sem liggur austan við Þorvaldeyri um Lambafell. Beltið nær nánast beint í suður, frá jökli og niður að sjó. Um áramót voru þar rúmlega 5000 kindur og um 2500 nautgripir, auk annarra skepna.