Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Flýja flóð í kjölfar þurrka í Suður-Frakklandi

10.08.2018 - 02:29
Erlent · Frakkkland · Evrópa · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Um 1.600 manns, einkum börn og ungmenni í sumarbúðum og ferðafólk á tjaldstæðum, hefur neyðst til að yfirgefa dvalarstaði sína vegna mikilla flóða í Suður-Frakklandi. Eins manns er saknað, sá er sjötugur þýskur starfsmaður sumarbúða fyrir ungmenni. Yfir 400 slökkviliðs- og lögreglumenn hafa sinnt hjálpar- og rýmingarstörfum á svæðinu, ásamt fjórum þyrlum og áhöfnum þeirra.

Flóðin koma hart á hæla mikilla og langvarandi þurrka sem herjað hafa á Suður-Frakkland líkt og stóran hluta meginlands Evrópu í sumar. Flóðaviðvaranir voru gefnar út fyrir sex sýslur og er viðbúnaðarstig þar enn hátt vegna hættu á frekari flóðum. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV