Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Flutti Danadrottningu frumsamda drápu

21.05.2014 - 21:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Þórarinn Eldjárn flutti Margréti Þórhildi Danadrottningu frumsamda drápu, „Margrétarlof“, við hátíðlega athöfn í Amalíuborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Margréti var þá afhent ný dönsk þýðing á Íslendingasögunum.

Fjörutíu Íslendingasögur og 49 þættir voru gefnir út í Danmörku á dögunum í nýjum dönskum þýðingum — alls um 2500 síður í fimm bindum. Saga forlag á Íslandi stóð að útgáfunni, en sögurnar voru samtímis einnig gefnar út á sænsku og norsku. 

Margrét Þórhildur Danadrottning fékk eintak af safninu að gjöf við athöfn í Amalíuborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Þórarinn Eldjárn flutti að því tilefni drottningu frumsamda drápu á íslensku.