Flúormengun í grasi í Reyðarfirði mælist yfir viðmiðunarmörkum á átta stöðum utan þynningarsvæðis álvers Alcoa, samkvæmt meðaltali fyrstu þriggja mælinga sumarsins. Tveir þessara staða eru í kauptúninu. Alls er flúor mælt á á þriðja tug staða utan þynningarsvæðisins.