Flugvélin sem fórst var bandarísk

28.01.2020 - 08:44
A wreckage of a U.S. military aircraft that crashed in Ghazni province, Afghanistan, is seen Monday, Jan. 27, 2020. The aircraft crashed in Ghazni province on Monday, A U.S. military aircraft crashed in eastern Afghanistan on Monday, an American official said, adding that there were no indications so far it'd been brought down by enemy fire. (AP PhotolSaifullah Maftoon)
Flak bandarísku vélarinnar. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
epa08170574 A photo made available by Bart Hoekstra shows a US Air Force Bombardier E-11A Global Express plane at RAF Mildenhall, Britain, 11 March 2019 (issued 27 January 2020). According to media reports, US authorities have confirmed that a US military plane has crashed on 27 January 2020 in Afghanistan. Videos and images posted online appeared to show a crashed and burned out US Air Force Bombardier E-11A plane with registration 11-9358. The Pentagon has not yet confirmed which plane had crashed.  EPA-EFE/BART HOEKSTRA BEST QUALITY AVAILABLE. MANDATORY CREDIT: BART HOEKSTRA  EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Flugvél Bandaríkjahers sömu gerðar og fórst í Afganistan. Mynd: EPA-EFE - BART HOEKSTRA
Bandaríkjaher hefur staðfest að flugvél sem fórst í Afganistan í gær hefði verið á hans vegum. Ekki hefur verið staðfest hve margir voru í vélinni eða hvort einhver hafi komist lífs af. 

Í gærmorgun var greint frá því að flugvél hefði farist í Ghazni-héraði í austurhluta Afganistans og fullyrtu afganskir embættismenn að hún hefði verið frá afganska flugfélaginu Ariana. Forsvarsmenn þess kváðu það af og frá, engin vél frá Ariana hefði farist.

Síðan fóru að berast myndir af flugvélarflaki með merki Bandaríkjahers og kváðust Talibanar hafa skotið niður bandaríska herflugvél yfir Afganistan. Seinna staðfesti talsmaður hersins að bandarísk flugvél af gerðinni Bombardier E-11A hefði farist, en ekkert benti til að vélin hefði verið skotin niður.

Bandaríkjaher á fáeinar vélar af þessari gerð og var þessi notuð til að liðka fyrir fjarskiptum milli bandarískra hersveita í Afganistan. Vélin kom niður á yfirráðasvæði Talibana, sem ráða stórum hluta Ghazni-héraðs.

Haft var eftir embættismönnum í Kabúl í morgun að komið hefði til bardaga milli Talibana og afganskra stjórnarhermanna sem reynt hefðu að komast að flakinu. Hermennirnir hefðu orðið frá að hverfa.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi

Tengdar fréttir