Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Flugi til Ísafjarðar og Bíldudals aflýst

09.07.2018 - 11:14
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Öllum flugferðum til og frá Vestfjörðum í dag hefur verið aflýst vegna veðurs. Air Iceland connect aflýsti öllu flugi til og frá Ísafirði í dag og er næsta athugun með flug í fyrramálið. Þá hefur Flugfélagið Ernir aflýst flugi sínu til og frá Bíldudal í dag.

Óvenju hvasst verður í dag miðað við árstíma og er gert ráð fyrir því að veðrið verði verst síðdegis, hvassast á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi og Miðhálendinu. Þar gætu vindhviður orðið varasamar, sérílagi fyrir farartæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, eins og til dæmis húsbílar og hjólhýsi.

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður