Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Flóttamennirnir komnir í Mosfellsbæ

19.03.2018 - 15:45
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Tíu flóttamenn frá Úganda komu í ný heimkynni í Mosfellsbæ eftir hádegi í dag. Þetta eru fyrstu flóttamennirnir sem setjast að í Mosfellsbæ.

Þetta eru svokallaðir kvótaflóttamenn en það nefnast þeir flóttamenn sem stjórnvöld ákveða að taka á móti í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þau eru hinsegin flóttamenn það er samkynhneigðir, trans og fleira. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Úganda og er hinsegin fólk ofsótt þar í landi. Fólkið hafði flúið heimaland sitt og hafðist við í Kenýa.