Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Flóttamenn fundust látnir í gámi í Mósambik

25.03.2020 - 06:59
epa08317889 Police inspects some of the 14 illegal immigrants survivors (R) found in a container transported on a truck in Tete province, in the western part of Mozambique, Mussacama, 24 March 2020. According to sources, 64 were found dead and 14 survived and the deaths are said to have been due to asphyxiation and the victims are said to be illegal immigrants from different countries who crossed the border from Malawi to Mozambique.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - LUSA
64 lík fundust í gámi á vöruflutningabíl í Mósambík í gær. Talið er að fólkið hafi kafnað. 14 voru á lífi í gámnum að sögn yfirvalda. Flutningabíllinn var nýkominn til Mósambík frá Malaví. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er talið að fólkið sé frá Eþíópíu. Grunur leikur á að smygla hafi átt fólkinu til Suður-Afríku, en þetta er þekkt leið þangað.

BBC hefur eftir Ameliu Direito, talskonu innflytjendastofnunar í Tete-héraði í Mósambík, að starfsmenn stofnunarinnar hafi heyrt hljóð berast úr gámnum. Nokkrir þeirra sem lifðu ferðalagið af voru þá að berja á hliðar gámsins og öskruðu eftir aðstoð. 

Líkin verða krufin til þess að komast að því hvað varð þeim að aldurtila, en að sögn heilbrigðisyfirvalda í Mósambík kafnaði fólkið að öllum líkindum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV