Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Flóttamaður grunaður um aðild að mansali

20.11.2013 - 06:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Boðað hefur verið til mótmælastöðu í dag vegna brottvísunar flóttamans frá Nígeríu. Fréttablaðið segir manninn grunaðan um aðild að mansalsmáli.

Stuðningsmenn Tony Omos, flóttamanns frá Nígeríu, hafa boðað til mótmælastöðu við innanríkisráðuneytið klukkan 12 í dag. Tony Omos kom hingað til lands fyrir tveimur árum. Umsókn hans um hæli sem flóttamaður hefur verið synjað. Til stóð að senda Omos úr landi í gærmorgun en hann er í felum. 

Fréttablaðið greinir frá því á forsíðu sinni í dag að Omos sé grunaður um aðild að mansalsmáli sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Það sé til rannsóknar hvort að kona sem einnig er hælisleitandi og segist vera mansalsfórnarlamb hafi verið beitt þrýstingi til þess að segja Omos föður barnsins sem hún ber undir belti. Fréttablaðið segir að þetta komi fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurði um að senda manninn úr landi.