Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Flöskuskeytið fékk far með forsetanum

18.05.2017 - 08:30
Mynd með færslu
 Mynd: Ævar vísindamaður
Flöskuskeyti Ævars vísindamanns, sem fannst í Færeyjum um helgina, er á leið aftur heim til Íslands. Svo heppilega vildi til að forsetahjónin voru í opinberri heimsókn í Færeyjum og var þeim afhent skeytið við hátíðlega athöfn í skólanum á Argjahamri í gær.

Margir hafa fylgst spenntir með ferðalagi tveggja flöskuskeyta sem Ævar vísindamaður kastaði í sjóinn 10. janúar í fyrra. Skeytin fóru í hafið úti fyrir Reykjanesvita og bárust með hafstraumum þúsundir kílómetra, langleiðina til Ameríku og síðan þvert yfir Atlantshafið. Fyrra skeytið fannst á eyju við Skotland í byrjun árs en það seinna í Húsavíkurfjöru í Færeyjum á sunnudagsmorgun, eftir rúmlega 18 þúsund kílómetra ferðalag.