Flokkar ekki með fasta áskrift að atkvæðum

04.05.2015 - 15:44
"Þetta fer aftur niður," segir Jón Þór Ólafsson, varaformaður þingflokks Pírata um fylgisaukningu flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu. Píratar mælast nú stærsti stjórnmálaflokkur landsins, um þriðjungur kjósenda segist munda kjósa þá núna.

 

"En það góða við þetta er að þetta sýnir stjórnmálaflokkunum að þeir eru ekki í fastri áskrift að atkvæðum," sagði hann í Helgarútgáfunni á Rás 2 á sunnudaginn.

Jón Þór fór yfir pólitíska sviðið og lagalistann sem hann hafði meðferðis.

Hallgrímur Thorsteinsson
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi