Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Fljúga með vísindamenn yfir gosstað

21.05.2011 - 20:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Flogið verður með vísindamenn yfir gossvæðið í Grímsvötnum í kvöld og aðstæður kannaðar. Verið er að búa flugvél Landhelgisgæslunnar undir flugferðina austur. Þar ætla menn að komast að því hvar gosið er og eftir það verður hægt að leggja mat á hvaða afleiðingar gosið getur haft.

 Þetta er fyrsta eldgos í Grímsvötnum síðan árið 2004. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort lögregla setji vakt á svæðinu.