Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Flestir vilja nýjan Landspítala við Vífilstaði

14.04.2016 - 06:12
Mynd með færslu
Framkvæmdir við sjúkrahótel við Landspítalann. Mynd: RÚV
Flestir vilja að nýr spítali rísi á Vífilsstöðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Viðskiptablaðsins og Gallup sem birtar eru í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kemur út í dag. Helmingur aðspurðra segjast vilja sjá spítalann rísa á Vífilstöðum en um 36,5 prósent vilja að hann verði áfram á núverandi stað við Hringbraut.

Haft var samband við 867 þátttakendur og þeir spurðir hvar þeir vildu að nýr Landspítali rísi. Svarmöguleikarnir voru annars vegar á Vífilsstöðum og hins vegar við Hringbraut en svarendum var einnig boðið að nefna aðra staðsetningu. 669 tóku afstöðu í könnuninni.

Stuðningur við Vífilsstaði var meiri eftir því sem þátttakendur voru eldri og þá voru fylgjendur stjórnarflokkanna hrifnari af því að reisa nýjan spítala við Vífilsstaði en fylgjendur Samfylkingar og Vinstri grænna voru áberandi hlynntari því að halda honum þar sem hann er.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV