Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fleiri lík flóttafólks finnast í Tælandi

05.05.2015 - 18:05
Erlent · Asía
Thai policemen measure shallow graves in Songkhla province in southern Thailand, Saturday, May 2, 2015. Thai police officials have trekked into mountains with shovels to dig up shallow graves after the grim discovery of an abandoned jungle camp that has
 Mynd: AP
Stjórnvöld í Tælandi hafa fundið beinagrindur tveggja manna sem mögulega tengjast smygli á fólki, aðeins nokkrum dögum eftir að fjöldagrafir flóttafólks frá Mjanmar og Bangladess fundust í landinu. Beinagrindurnar fundust í yfirgefnum búðum í Phang Nga héraði og var önnur þeirra bundin við tré.

Þrír Tælendingar og einn Mjanmari hafa verið handteknir í Tælandi grunaðir um mansal. Fólkið í fjöldagröfunum er talið hafa dáið úr hungri eða sjúkdómum.

Á hverju ári fara þúsundir Rohingjamúslima um Tæland á flótta undan ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. Þeim er smalað saman í búðir í afskekktu skóglendi nærri landamærum Malasíu og haldið þar föngnum af smyglurum sem krefjast svo frekari greiðslna frá fjölskyldum þeirra.

Mannréttindasamtök hafa lengi grunað yfirvöld á svæðinu um að vita af eða tengjast mansali. Tælendingarnir sem handteknir voru eru í sveitarstjórnum.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV