Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fleiri konur en karlar í ráðum borgarinnar

11.07.2018 - 07:17
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Fleiri konur en karlar sitja í þremur af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar en samkvæmt jafnréttislögum á hlutfall í ráðum og nefndum sveitarfélaga að vera sem jafnast.

Fréttablaðið fjallar um málið. Í mannréttinda- og lýðræðisráði, umhverfis-og heilbrigðisráði og velferðarráði sitja fimm konur og tveir karlar. Jafnari skipting er í íþrótta- og tómstundaráði, skipulags- og samgönguráði og skóla- og frístundaráði.  

Í Fréttablaðinu er haft eftir Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna að borgarstjórn þurfi að fara yfir málið að loknu sumarfríi. Hún segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið skipt út fulltrúum í ráðunum til að jafna kynjahlutföll eins og hægt var en staðan sé flóknari nú eftir fjölgun borgarfulltrúa og breytt vinnufyrirkomulag.

Konur eru 15 af 23 borgarfulltrúum Reykjavíkur. Líf segir að svo að borgarfulltrúar uppfylli starfsskyldur sínar þurfi þeir að taka að sér setu í að minnsta kosti tveimur ráðum þannig að konurnar séu fleiri í mörgum tilfellum en að jafnt sé víða. 
 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV