Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Fleiri ánægðir með ákvörðun Alþingis

14.03.2012 - 10:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Álíka margir voru ánægðir og óánægðir með þá ákvörðun Alþingis að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að landsdómsákæra á hendur Geir H. Haarde yrði afturkölluð. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Almenningur var spurður hvort hann hefði verið ánægður eða óánægður með þessa ákvörðun. 43 prósent sögðust vera ánægð en 41 prósent óánægð. Nær 16 prósent sögðust hvorki óánægð né ánægð.

Þeir sem hafa meiri menntun eru líklegri til að vera ánægðir með ákvörðun Alþingis. Þá er álit fólks misjafnt eftir því hvaða flokk það segist myndu kjósa. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru óánægðastir með ákvörðun Alþingis en þeir sem sögðust myndu kjósa Vinstri græna voru ánægðastir.