Fleiri án kennsluréttinda í grunnskólum

06.07.2018 - 09:31
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Starfsfólki án réttinda við kennslu í grunnskólum landsins hefur fjölgað undanfarin ár. Hlutfallið er þó ekki eins hátt núna og á árunum fyrir efnahagshrunið, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Á árunum 1998 til 2008 var hlutfall starfsfólks við kennslu án réttinda á bilinu 13 til 20 prósent. Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og var hlutfallið lægst haustið 2012, 4,1 prósent. Síðan þá hefur þeim fjölgað og voru 8,6 prósent síðasta haust og 443 talsins. Þeim hafði í fyrra fjölgað um 272 frá haustinu 2016.

Hlutfall kennara án kennsluréttinda er lægst í Reykjavík, 5,8 prósent. Á Norðurlandi eystra er hlutfallið næst lægst eða 6,2 prósent. Hlutfallið er hæst á Vestfjörðum, 27 prósent. 

Meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi síðan árið 2000 þegar hann var 42,2 ár. Haustið 2017 var meðalaldurinn kominn upp í 46,7 ár. 

Hér má lesa frétt Hagstofunnar um málið.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi