Flautukarfa Leonard kom Toronto í undanúrslit

Toronto Raptors forward Kawhi Leonard, center, celebrates his game-winning basket as time expired at the end of an NBA Eastern Conference semifinal basketball game against the Philadelphia 76ers, in Toronto on Sunday, May 12, 2019. Toronto won 92-90. (Frank Gunn/The Canadian Press via AP)
 Mynd: AP

Flautukarfa Leonard kom Toronto í undanúrslit

13.05.2019 - 01:56
Kawhi Leonard skaut Toronto Raptors í undanúrslit NBA deildarinnar í körfubolta með flautukörfu á síðustu sekúndu oddaleiks liðsins gegn Philadelphia 76ers. Jimmy Butler hafði jafnað metin í 90-90 fyrir Philadelphia þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum með sniðskoti, en Leonard hafði lokaorðið með stökkskoti, þar sem boltinn skoppaði fjórum sinnum ofan á hringnum áður en hann fór ofan í körfuna eftir að lokaflautan gall.

Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda og náði hvorugt liðið tíu stiga forystu í leiknum, hvað þá meira. Leonard skoraði 41 stig fyrir heimamenn í Toronto og Sergei Ibaka kom öflugur af bekknum og skoraði 17 stig. Joel Embiid skoraði 21 stig fyrir gestina úr Philadelphia og tók 11 fráköst, en JJ Redick kom næstur honum með 17 stig.

Milwaukee Bucks tekur á móti Toronto aðfaranótt fimmtudags í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum.