Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Fjórir landverðir ráðnir á Geysissvæðið

25.04.2014 - 19:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Alls verða fjórir landverðir ráðnir á Geysissvæðið í sumar, segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Einn þeirra verður við störf allt árið um kring.

„Og ég geri ráð fyrir að þeir hefji störf núna í byrjun næsta mánaðar,“ segir hann. „Við gerum ráð fyrir þeirra hlutverk verði fyrst og fremst að upplýsa gesti um svæðið.“

Landverðirnir verði einnig í sorphirðu og smálegu viðhaldi. „Svo geri ég ráð fyrir að þeir taki þátt í þeim endurbótum sem þurfa að fara fram á svæðinu. Við gerum ráð fyrir að þurfa að stýra betur umferð um svæðið.“ Þá gerir hann ráð fyrir að setja þurfi upp bráðabirgðapalla til að hlífa betur hverahrúðri og gróðri.