Fjórir bestu FIFA spilarar landsins etja kappi

Mynd: RÚV / RÚV

Fjórir bestu FIFA spilarar landsins etja kappi

05.04.2019 - 13:28
Íslandsmótið í FIFA fer fram laugardaginn 6. apríl en þar munu fjórir bestu FIFA spilarar landsins keppa um Íslandsmeistaratitilinn.

Jóhann Ólafur Jóhannsson er einn af þeim fjórum sem mun freistast þess að sigra á laugardag en að eigin sögn er hann vera frekar rólegur yfir þessu öllu saman. 

En hvernig verður maður góður í FIFA? „Ég helda að það sé bara eins og með allt annað, spila það allt of mikið. Æfingin skapar meistarann, það er alveg eins í tölvuleikjum og íþróttum,“ segir Jóhann. 

Við kíktum á æfingu hjá Jóhanni og spjölluðum aðeins við hann, myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður beint frá keppninni á laugardag klukkan 14:15 á RÚV.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Meistaradagar RÚV hefjast í dag

Íþróttir

„Við bara tökum yfir Ísland, er það ekki?“