Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fjör á hæfileikakeppni stjórnmálamanna

Mynd: Jón Þór Víglundsson / RÚV
Hæfilega lítil alvara var í fyrirrúmi hjá fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem komu saman í Stúdentakjallaranum í Háskóla Íslands í kvöld. Þetta var án efa óvenjulegasta samkoman fyrir þessar kosningar enda var það boðið upp á listrænt frelsi í hæfileikakeppni stjórnmálamanna.

Fullt hús var í Stúdentakjallaranum og segir Valgerður Anna Einarsdóttir dagskrár- og viðburðarstjóri Stúdentakjallarans að þessi keppni hafi alltaf verið vel sótt og heppnast vel og ekki síður séu stjórnmálaflokkarnir spenntir:

„Þegar ég sendi póstinn út í ár þá voru allir bara: Við vorum að bíða eftir þessu, við erum rosalega spennt, við erum strax byrjuð að æfa okkur, þannig að þetta er rosalega skemmtilegt.“

En fólk fer nú varla að taka ákvörðun eftir frammistöðu hér eða hvað?

„Það getur alltaf haft áhrif. Þetta getur haft áhrif. Þetta fólk verður að hafa eitthvað talent er það ekki?“

Fréttastofan náði að mynda fulltrúa allra þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu á keppninni í kvöld nema fulltrúa Framsóknarflokksins en því var lokið þegar fréttalið mætti á svæðið. Leikar fóru þannig í kvöld að atriði Bjartrar framtíðar sem fór með sigur af hólmi.

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV