Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fjölskylda Prince í mál við lækninn hans

q
 Mynd: EPA

Fjölskylda Prince í mál við lækninn hans

25.08.2018 - 14:50

Höfundar

Fjölskylda tónlistarmannsins Prince sem lést árið 2016 hefur nú höfðað mál gegn fyrrum lækni hans, Michael T. Schulenberg, fyrir vanrækslu í starfi.

Schulenberg skoðaði Prince tvisvar örfáum dögum áður en hann lést úr of stórum skammtil af fentanýli. BBC segir frá því að fjölskylda tónlistarmannsins heldur því fram að lækninum hefði átt að vera það ljóst að Prince glímdi við ópíóíðafíkn og það væri glæpsamleg vanræksla hjá Schulenberg að hafa ekki tafarlaust gripið til viðeigandi ráðstafana og veitt læknismeðferð við fíkninni. Þetta frávik frá eðlilegri heilbrigðisþjónustu hafi svo leitt til dauða hans nokkrum dögum síðar. Fjölskylda Prince krefst 50.000 dollara í skaðabætur, eða 5,4 milljóna króna. Í kærunni segir að hirðuleysi Schulenbergs í að greina ópíóíðafíkn Prince hafi átt „umtalsverðan þátt“ í dauðdaga hans.

Það var 15. apríl árið 2016 sem einkaflugvél tónlistarmannsins þurfti að nauðlenda í Moline í Illinois og Prince að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa tekið of stóran skammt af ópíóíðalyfjum. Sex dögum síðar lést Prince á heimili sínu í Paisly Park eftir að hafa innbyrt töflu sem innihélt meðal annars fentanýl. Rannsókn lögreglu benti til þess að söngvarinn hafi keypt töfluna á svörtum markaði og talið hana vera Vicodin, en ekki tókst að komast til botns í því hvaðan hann fékk lyfin. Lögmaður Schulenberg segir kæruna tilhæfulausa  og skjólstæðing sinn hafa veitt Prince fyrirmyndarheilbrigðisþjónustu. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Vilja vekja athygli á ópíóíðafaraldri

Tónlist

Fíkniefnalögreglan rannsakar andlát Prince

Menningarefni

Andlát Prince - ekkert bendir til sjálfsvígs

Tónlist

Prince fallinn frá 57 ára að aldri