Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fjölskylda og vinir minntust Kobe í LA

epa08245093 Vanessa Bryant, wife of Kobe Bryant speaks about her husband, Kobe and daughter, Gianna at NBA Los Angeles Lakers Kobe Bryant and his daughter, Gianna's memorial service 'A Celebration of Life: Kobe and Gianna Bryant' at Staple Center in Los Angeles, California, USA, 24 February 2020. Bryant, his daughter Gianna 'Gigi' Bryant, Payton Chester, Sarah Chester, Alyssa Altobelli, Keri Altobelli, John Alobelli, Christina Mauser, and helicopter pilot, Ara Zobayan died in helicopter crash in a Calabassas hillside on 26 January.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Fjölskylda og vinir minntust Kobe í LA

25.02.2020 - 09:04
Minningarathöfn var haldin um Kobe Bryant og dóttur hans, Gigi, í Staples Center höllinni í Los Angeles í gærkvöldi. Vanessa, ekkja Kobe, og Michael Jordan voru meðal þeirra sem tóku til máls.

Vanessa Bryant hélt tilfinningaþrungna ræðu fyrir viðstadda en minningarathöfnin var einnig send út beint í sjónvarpi. Þetta var í fyrsta sinn sem hún kom opinberlega fram eftir hið hörmulega slys sem rændi hana dóttur og eiginmanni. 

„Hann var ótrúlegur eiginmaður. Kobe elskaði mig meira en ég get nokkurn tímann tjáð eða komið orðum að,“ sagði Vanessa.

Bryant hjónin eignuðust þrjár aðrar dætur, Natalia, Bianca og Capri.

„Hann mun ekki geta leitt þær fram kirkjugólfið eða snúið mér á dansgólfinu. En ég vil að dætur mínar viti um og minnist þess einstaka manns, eiginmanns og föður sem hann var, manns sem vildi kenna framtíðarkynslóðum að verða betri og forðast sjálfur að gera sín mistök.“

Vanessa minntist einnig dóttur sinnar, Giönnu sem jafnan var kölluð Gigi, sem var aðeins 13 ára gömul og þótti mikið efni í körfubolta.

„Gigi var ótrúlega ljúf sál. Hún hefði líklega orðið besti leikmaður WNBA-deildarinnar. Ég fæ aldrei að sjá hana ganga fram kirkjugólfið, dansa við pabba sinn, dansa með mér eða eiga börn. Gianna hefði orðið frábær móðir,“ sagði Vanessa Bryant.

Svo ávarpaði hún Kobe beint:

„Elskan, sjá þú um Gigi. Við erum ennþá besta liðið. Hvíldu í friði og skemmtu þér á himnum þar til við hittumst aftur.“

epa08245204 Former NBA player and Hall of Famer Michael Jordan cries as he talks about NBA Los Angeles Lakers Kobe Bryant and his daughter, Gianna's memorial service 'A Celebration of Life: Kobe and Gianna Bryant' at Staple Center in Los Angeles, California, USA, 24 February 2020. Bryant, his daughter Gianna 'Gigi' Bryant, Payton Chester, Sarah Chester, Alyssa Altobelli, Keri Altobelli, John Alobelli, Christina Mauser, and helicopter pilot, Ara Zobayan died in helicopter crash in a Calabassas hillside on 26 January.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Margar af stærstu stjörnum íþróttaheimsins vestra voru viðstaddar athöfnina auk súperstjarna úr skemmtanaheiminum. 

Beyonce opnaði athöfnina með lögunum XO og Halo sem var í miklu uppáhaldi hjá Kobe. Meðal stórstjarna úr körfuboltaheiminum sem viðstaddar voru má nefna Magic Johnson, Shaquille O'Neal, Jerry West, Kareem Abdul-Jabbar, Stephen Curry, James Harden og Russell Westbrook.

Goðsögnin Michael Jordan hélt tárum fyllta ræðu og kom þar inná hversu mikið Kobe var borinn saman við hann sjálfan.

„Allir vildu sífellt tala um samanburðinn á okkur en ég vildi alltaf bara tala um Kobe. Hvíl í friði, litli bróðir,“ sagði Jordan.

Shaquille O'Neal og Kobe unnu saman þrjá NBA-titla í röð með Los Angeles Lakers. Samband þeirra var stormasamt en náið.

„Kobe og ég ýttum hvor öðrum til að spila einhvern besta körfubolta allra tíma,“ sagði Shaq.

„Mamba, þú varst tekinn frá okkur alltof snemma en þú getur treyst á að við sjáum um málin hérna megin, litli bróðir.

Alicia Keys og Christina Aguilera sungu í lok athafnarinnar áður en stuttmyndin Kæri körfubolti var spiluð á risaskjám. Myndin er byggð á kveðjuljóði Kobe til körfuboltans þegar hann lagði skóna á hilluna og vann hún til Óskarsverðlauna árið 2018.

epa08244968 Alicia Keys, American musician, plays Beethoven's, 'Moonlight Sonata', one of Kobe and Vanessa Bryant's favorite pieces of music, (Kobe learned to paly for Vanessa) at to NBA Los Angeles Lakers Kobe Bryant and his daughter, Gianna's memorial service 'A Celebration of Life: Kobe and Gianna Bryant' at Staple Center in Los Angeles, California, USA, 24 February 2020. Bryant, his daughter Gianna 'Gigi' Bryant, Payton Chester, Sarah Chester, Alyssa Altobelli, Keri Altobelli, John Alobelli, Christina Mauser, and helicopter pilot, Ara Zobayan died in helicopter crash in a Calabassas hillside on 26 January.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA