Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fjölmörg verkefni framundan

30.11.2017 - 18:18
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Þór Víglundsson - RÚV
Fullur vilji er innan nýrrar ríkisstjórnar um að hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun er varðar kynferðisbrot innan refsivörslukerfisins, að sögn Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, iðnaðar- ferðamála og nýsköpunarráðherra bíða mörg verkefni innan ferðamála.

 „Í stjórnarsáttmálanum er ótrúlega mikil áhersla á nýsköpunarmálin sem er mjög gleðilegt. Ég hlakka mjög til þeirra. Þessi verkefni í ferðamálum eru náttúrlega stór og mörg. Mig kitlar í puttana að geta haldið því öllu saman áfram. Þetta er bara samstarf við greinina, langtímastefnumörkun, efling rannsókna, markaðsstofanna, allt sem er framundan. Svo ertu með bæði iðnaðinn og það skarast við nýsköpunina. Svo erum við með sérstaka áherslu í stjórnarsáttmálanum á að dreifikerfi raforkunnar þurfi að virka. Þannig að það verður áskorun og spennandi verkefni að geta komist áfram með það,“ segir Þórdís Kolbrún.

Sigríður Andersen lagði fram aðgerðaráætlun um kynferðisbrot í refsivörslukerfinu síðastliðið haust. Hún segir að samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem fram koma í téðri áætlun.

„Þessi aðgerðaráætlun hefur verið til kynningar á vefráðuneytisins undanfarið. Við höfum fengið nokkrar athugasemdir og ábendingar, góðar. Við tökum þær til skoðunar núna. Við höfum látið kostnaðarmeta þessa aðgerðarætlun og það er fullur vilji hjá þessari ríkisstjórn að hrinda í framkvæmdum þeim áætlunum sem þar koma fram,“ segir Sigríður Andersen.

milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV
birkirbi's picture
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV